Innlent

Fjögur í fram­boði til formanns Kennara­sam­bandsins

Atli Ísleifsson skrifar
Anna María Gunnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindsson og Magnús Þór Jónsson.
Anna María Gunnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindsson og Magnús Þór Jónsson.

Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Félagsmenn Kennarasambandsins greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.

Þau sem buðu sig fram til formennsku í félaginu eru:

  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla
  • Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði
  • Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.

Formannsskipti fara fram á áttunda þingi KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári, að því er segir í tilkynningu á vef Kennarabandsins.


Tengdar fréttir

Magnús sækist eftir formannsembættinu

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.

Dönskukennari og poppari blandar sér í baráttuna um formann kennara

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×