Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2021 11:15 Um fimm prósent íbúa Akureyrar eru í sóttkví. Vísir/Tryggvi Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38