Innlent

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ólöf Helga var eina fastráðna hlaðkona Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Ólöf Helga var eina fastráðna hlaðkona Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar er haft eftir Ólöfu og forsvarsmönnum Eflingar að fulltrúar Icelandair hafi orðið margasaga um ástæður uppsagnarinnar; fyrst talað um trúnaðarbrest, þá samstarfsörðugleika. Því hafi einnig verið haldið fram að félagið hafi ekki vitað að hún væri trúnaðarmaður.

„Það var komið upp ósætti, meðal annars vegna kröfu yfirmanna um aukin verkefni okkar hlaðmanna,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólöfu. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef ekki verið rekin áður.“

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gagnrýnir sérstaklega að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi stutt Icelandair í málinu og lýst yfir stuðningi við uppsögnina.

Málið hefur verið rætt á miðstjórnarfundi ASÍ. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×