Segir ótvírætt að þingið hafi lokaorðið um gildi kosninga Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 18:32 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar segir alveg ótvírætt að þingið hafi síðasta orðið um það samkvæmt stjórnarskrá hvort kosningar séu gildar og hvort þingmenn séu rétt kjörnir. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar sem ræður fram úr stöðunni sem komin er upp vegna talningarinnar í NV kjördæmi. Hann ræddi störf nefndarinnar í Reykjavík síðdegis. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hlutverk nefndarinnar sé að undirbúa störf kjörbréfanefndar sem verður kosin á fyrsta þingfundi. „Það liggur fyrir að við þurfum í þessari nefnd að fara yfir kjörbréf þingmanna sem landskjörstjórn hefur gefið út og fjalla um kærur sem komnar eru fram eða munu koma fram vegna kosninganna“ Nefndarsetan nú sé frábrugðin fyrri setum Birgir Ármannsson hefur mikla reynslu af því að sitja í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar en hann telur starfið núna munu verða frábrugðið því sem áður hefur verið. „Kærumál sem eru komin fram eru annars eðlis en þau sem við höfum verið að fást við hingað til. Venjulega felst þetta starf fyrst og fremst í því að fara yfir ágreiningsatkvæði, ákvæði sem ágreiningur hefur verið um við afgreiðslu yfirkjörstjórnar. Við í sjálfu sér þurfum að gera það líka þau að þau séu kannski ekki mörg. Það eru þegar komin kærumál sem varða framkvæmdina í Norðvesturkjördæmi sem við þurfum að fara yfir og taka afstöðu til,“ segir hann. Stjórnarskráin trompi Mannréttindadómstól Evrópu Sumir sem kært hafa framkvæmd kosninganna hafa sagst ætla að taka málið lengra og jafnvel leggja fram kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nýverið féll dómur Mannréttindadómstólsins í máli sem varðaði kosningaframkvæmd í Belgíu. Dómurinn taldi ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. „Við náttúrulega kynnum okkur þann dóm og önnur gögn sem geta skipt máli en það er hins vegar alveg ótvírætt að þingið hefur síðasta orðið um það samkvæmt stjórnarskrá hvort kosningar eru gildar og hvort þingmenn eru rétt kjörnir. Við auðvitað förum að stjórnarskrá, kosningalögum og lögum um þingsköp Alþingis og reynum að komast að skynsamlegri og málefnalegri niðurstöðu á þeim grundvelli,“ segir Birgir. Birgir svarar því játandi að stjórnarskráin sé rétthærri réttarheimild en dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. „Hún er auðvitað grunnréttarheimildin sem við förum eftir í þessu en auðvitað vitum við ekkert hvað gerist í framhaldinu, hvort einhverjir einstaklingar kjósi að leita réttar síns með öðrum hætti.“ Enginn tímarammi liggi fyrir Birgir segir ekki hægt að segja til um það á þessu stigi máls hversu lengi undirbúningsnefndin verði að störfum. „Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gæta að tvenns konar sjónarmiðum í því, auðvitað skiptir máli að eyða óvissu eins fljótt og hægt er, en á hinn bóginn þurfum við að vanda okkur í okkar verki. Þannig að við getum ekki hlaupið að niðurstöðum án þess að fara vel yfir mál, afla gagna og taka síðan afstöðu til þeirra kærumála sem eru fram komin á málefnalegum forsendum,“ segir hann. Þröng skilyrði fyrir uppkosningu „Lögin gera vissulega ráð fyrir því að það sé hægt að efna til endurtekinnar kosningar í kjördæmi ef þingið kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið þannig veigamiklir ágallar á kosningunni að það geti haft áhrif á niðurstöður kosninganna,“ segir Birgir. Hann segir tvö skilyrði vera fyrir því að Alþingi meti kosningu einhvers eða einhverra þingmanna ógilda. Þá sé litið til þess hvort um verulega ágalla er að ræða og hvort að þeir geti haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Birgir Ármannsson er formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar sem ræður fram úr stöðunni sem komin er upp vegna talningarinnar í NV kjördæmi. Hann ræddi störf nefndarinnar í Reykjavík síðdegis. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hlutverk nefndarinnar sé að undirbúa störf kjörbréfanefndar sem verður kosin á fyrsta þingfundi. „Það liggur fyrir að við þurfum í þessari nefnd að fara yfir kjörbréf þingmanna sem landskjörstjórn hefur gefið út og fjalla um kærur sem komnar eru fram eða munu koma fram vegna kosninganna“ Nefndarsetan nú sé frábrugðin fyrri setum Birgir Ármannsson hefur mikla reynslu af því að sitja í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar en hann telur starfið núna munu verða frábrugðið því sem áður hefur verið. „Kærumál sem eru komin fram eru annars eðlis en þau sem við höfum verið að fást við hingað til. Venjulega felst þetta starf fyrst og fremst í því að fara yfir ágreiningsatkvæði, ákvæði sem ágreiningur hefur verið um við afgreiðslu yfirkjörstjórnar. Við í sjálfu sér þurfum að gera það líka þau að þau séu kannski ekki mörg. Það eru þegar komin kærumál sem varða framkvæmdina í Norðvesturkjördæmi sem við þurfum að fara yfir og taka afstöðu til,“ segir hann. Stjórnarskráin trompi Mannréttindadómstól Evrópu Sumir sem kært hafa framkvæmd kosninganna hafa sagst ætla að taka málið lengra og jafnvel leggja fram kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nýverið féll dómur Mannréttindadómstólsins í máli sem varðaði kosningaframkvæmd í Belgíu. Dómurinn taldi ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. „Við náttúrulega kynnum okkur þann dóm og önnur gögn sem geta skipt máli en það er hins vegar alveg ótvírætt að þingið hefur síðasta orðið um það samkvæmt stjórnarskrá hvort kosningar eru gildar og hvort þingmenn eru rétt kjörnir. Við auðvitað förum að stjórnarskrá, kosningalögum og lögum um þingsköp Alþingis og reynum að komast að skynsamlegri og málefnalegri niðurstöðu á þeim grundvelli,“ segir Birgir. Birgir svarar því játandi að stjórnarskráin sé rétthærri réttarheimild en dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. „Hún er auðvitað grunnréttarheimildin sem við förum eftir í þessu en auðvitað vitum við ekkert hvað gerist í framhaldinu, hvort einhverjir einstaklingar kjósi að leita réttar síns með öðrum hætti.“ Enginn tímarammi liggi fyrir Birgir segir ekki hægt að segja til um það á þessu stigi máls hversu lengi undirbúningsnefndin verði að störfum. „Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gæta að tvenns konar sjónarmiðum í því, auðvitað skiptir máli að eyða óvissu eins fljótt og hægt er, en á hinn bóginn þurfum við að vanda okkur í okkar verki. Þannig að við getum ekki hlaupið að niðurstöðum án þess að fara vel yfir mál, afla gagna og taka síðan afstöðu til þeirra kærumála sem eru fram komin á málefnalegum forsendum,“ segir hann. Þröng skilyrði fyrir uppkosningu „Lögin gera vissulega ráð fyrir því að það sé hægt að efna til endurtekinnar kosningar í kjördæmi ef þingið kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið þannig veigamiklir ágallar á kosningunni að það geti haft áhrif á niðurstöður kosninganna,“ segir Birgir. Hann segir tvö skilyrði vera fyrir því að Alþingi meti kosningu einhvers eða einhverra þingmanna ógilda. Þá sé litið til þess hvort um verulega ágalla er að ræða og hvort að þeir geti haft áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira