Innlent

Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Skriðurnar sem féllu í Útkinn í nótt féllu við bæinn Geirbjarnarstaði.
Skriðurnar sem féllu í Útkinn í nótt féllu við bæinn Geirbjarnarstaði. Veðurstofan

Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að skriðurnar hafi komið í ljós þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum.

„Spáð er úrkomulitlu veðri fram yfir hádegi en svo snýst í N-átt með vætu seinnipartinn.

Enn er rýming í gildi á svæðinu en staðan verður endurmetin með Almannavörnum síðar í dag,“ segir í tilkynningunni.

Veðurstofan

Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn

Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×