Innlent

Tíundi skjálftinn yfir þrír að stærð reið yfir í hádeginu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Keilir og svæðið í kring úr lofti
Keilir og svæðið í kring úr lofti Foto: RAX/RAX

Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð suðsuðvestur af Keili klukkan 12.18 í dag. Þetta er tíundi skjálftinn yfir þremur stigum frá því að jarðskjálftahrinan á svæðinu hófst þann 27. september.

Skjálftinn fannst ágætlega á höfuðborgarsvæðinu og hefur Veðurstofunn borist tilkynningar um a hann hafi einnig fundist á Akranesi.

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 1,7 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.


Tengdar fréttir

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 1,7 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Hrinan við Keili minni á að­draganda gossins við Fagra­dals­fjall

Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×