Innlent

Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira.

Kristján Gíslason, Hringfarinn, maðurinn sem tók sig upp á sextugsaldri, settist upp á mótorhjól og fór hringinn í kringum hnöttinn á eigin spýtur, er fyrstur gesta í Sprengisandi í dag. Þar mun hann deila reysnlu sinni af ferðalaginu.

Friðrik Jónsson formaður BHM kemur einnig og gerir grein fyrir því níu risaverkefnum á vinnumarkaði næstu árin.

Jón Gunnarsson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir alþingismenn ætla að rökræða niðurstöður kosninga, stjórnarmyndun og síðast en ekki síst, talninguna í NV - kjördæmi - hvaða afleiðingar hefur það mál allt?

Í lokin kemur fyrsti kvenformaður knattspyrnusambands í Evrópu, Vanda Sigurgeirsdóttir, og lýsir því hvernig er að taka við sambandi í miklum ólgusjó og hvert hún ætlar að stýra skútunni næstu mánuði.

Þátturinn er á Bylgjunni frá tíu til tólf og má hlusta og horfa á hann í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×