Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 09:01 Háhyrningar við Íslandsstrendur virðast forðast grindhvali. Getty Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“ Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“
Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira