Innlent

61 greindist smitaður í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að rakning á smitum gærdagsins gangi vel. Hún nái helst til Norðurlands.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að rakning á smitum gærdagsins gangi vel. Hún nái helst til Norðurlands. Vísir/Vilhelm

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.

39 greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag.

Alls eru 376 í einangrun og 1.103 í sóttkví. Í gær voru 359 í einangrun og 912 í sóttkví. Níu voru á sjúkrahúsi í gær og þar af einn á gjörgæslu.

Sjá einnig: Tuttugu og fimm smit greindust á Akureyri í gær

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að rakning á smitum gærdagsins gangi vel. Hún nái helst til Norðurlands.

„Smitin á Akureyri teygja anga sína um allt samfélagið en flest smitin tengjast inn grunnskólana en einnig inn í ýmist félagsstarf og íþróttaiðkun,“ segir í tilkynningunni.

Þá hvetja almannavarnir fólk til að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×