Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2021 11:56 Mynd tekin af svæðinu í morgun. Í forgrunni er eldgosasvæðið við Fagradalsfjall en Keilir sést lengra frá fyrir miðri mynd. Skjálftavirknin er á milli þessara svæða. Vísir/RAX Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira