Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 21:22 Atvikið hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Aðsend Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum. Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum.
Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20