Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 21:22 Atvikið hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Aðsend Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum. Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum.
Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20