Innlent

Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráð­herra­bú­staðnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Formenn Ríkisstjórnarinnar hittust á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í Stjórnarráðinu í gær.
Formenn Ríkisstjórnarinnar hittust á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í Stjórnarráðinu í gær. Vísir/Vilhelm

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin.

Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær.

Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka.

Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi.

Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan.

Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×