Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 10:51 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittust á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í Stjórnarráðinu í gær. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira