Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 10:51 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittust á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í Stjórnarráðinu í gær. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira