Samfélagsmiðlastjörnur heimsóttu Reðursafnið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. september 2021 14:28 YouTube-stjörnurnar Logan Paul and Mike Majlak heimsóttu Ísland. Getty/Presley Ann YouTube-stjörnurnar Logan Paul og Mike Majlak tóku upp myndband af heimsókn sinni til Íslands fyrr í mánuðinum. Majlak birti myndbandið á YouTube-rás sinni í gær en þar má sjá hvað þeir félagar voru að bralla hér á landi. Majlak heldur úti YouTube-rás þar sem hann birtir svokölluð vlog eða video-blog undir heitinu The Night Shift. Í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu og YouTube-stjörnunnar Logan Paul til Íslands. Paul er þekktastur fyrir vinsæla YouTube síðu sem hann hélt úti þar til YouTube skrúfaði fyrir auglýsingatekjur hans vegna umdeilds myndbands sem hann birti af líki. Paul stofnaði í kjölfarið hlaðvarpið Impaulsive. Þá hefur hann einnig vakið athygli sem hnefaleikakappi og hefur meðal annars mætt heimsmeistaranum Floyd Mayweather. Paul og Majlak héldu til Íslands eftir að hafa dvalið í Þýskalandi um stund. Þeirra fyrsta stopp var Bláa lónið. „Ég veit að þetta er á bucket listanum hjá mörgum. Ég er spenntur og þarf klárlega að komast í bað,“ sagði Majlak við komuna í lónið. Majlak og Paul voru heillaðir af lóninu og kom kyrrðin þeim á óvart. Því næst var ferðinni heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinirnir voru ákaflega spenntir að fara á „eina typpasafnið í heiminum“ - Hið íslenska reðursafn. Safnið virtist standast væntingar og dáðust þeir að typpi búrhvals sem þar var að finna. Að heimsókninni lokinni fóru þeir á Bæjarins Bestu þar sem þeir gæddu sér á einni með öllu. „Við fórum frá því að skoða typpi, yfir í að borða þau,“ sagði Majlak. Í myndbandinu heimsækja þeir félagar einnig Skógafoss, Reynisfjöru og flugvélarflakið á Sólheimasandi. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni en heimsóknin til Íslands hefst á mínútu 08:57. Íslandsvinir Bláa lónið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Majlak heldur úti YouTube-rás þar sem hann birtir svokölluð vlog eða video-blog undir heitinu The Night Shift. Í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu og YouTube-stjörnunnar Logan Paul til Íslands. Paul er þekktastur fyrir vinsæla YouTube síðu sem hann hélt úti þar til YouTube skrúfaði fyrir auglýsingatekjur hans vegna umdeilds myndbands sem hann birti af líki. Paul stofnaði í kjölfarið hlaðvarpið Impaulsive. Þá hefur hann einnig vakið athygli sem hnefaleikakappi og hefur meðal annars mætt heimsmeistaranum Floyd Mayweather. Paul og Majlak héldu til Íslands eftir að hafa dvalið í Þýskalandi um stund. Þeirra fyrsta stopp var Bláa lónið. „Ég veit að þetta er á bucket listanum hjá mörgum. Ég er spenntur og þarf klárlega að komast í bað,“ sagði Majlak við komuna í lónið. Majlak og Paul voru heillaðir af lóninu og kom kyrrðin þeim á óvart. Því næst var ferðinni heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinirnir voru ákaflega spenntir að fara á „eina typpasafnið í heiminum“ - Hið íslenska reðursafn. Safnið virtist standast væntingar og dáðust þeir að typpi búrhvals sem þar var að finna. Að heimsókninni lokinni fóru þeir á Bæjarins Bestu þar sem þeir gæddu sér á einni með öllu. „Við fórum frá því að skoða typpi, yfir í að borða þau,“ sagði Majlak. Í myndbandinu heimsækja þeir félagar einnig Skógafoss, Reynisfjöru og flugvélarflakið á Sólheimasandi. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni en heimsóknin til Íslands hefst á mínútu 08:57.
Íslandsvinir Bláa lónið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44