Samfélagsmiðlastjörnur heimsóttu Reðursafnið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. september 2021 14:28 YouTube-stjörnurnar Logan Paul and Mike Majlak heimsóttu Ísland. Getty/Presley Ann YouTube-stjörnurnar Logan Paul og Mike Majlak tóku upp myndband af heimsókn sinni til Íslands fyrr í mánuðinum. Majlak birti myndbandið á YouTube-rás sinni í gær en þar má sjá hvað þeir félagar voru að bralla hér á landi. Majlak heldur úti YouTube-rás þar sem hann birtir svokölluð vlog eða video-blog undir heitinu The Night Shift. Í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu og YouTube-stjörnunnar Logan Paul til Íslands. Paul er þekktastur fyrir vinsæla YouTube síðu sem hann hélt úti þar til YouTube skrúfaði fyrir auglýsingatekjur hans vegna umdeilds myndbands sem hann birti af líki. Paul stofnaði í kjölfarið hlaðvarpið Impaulsive. Þá hefur hann einnig vakið athygli sem hnefaleikakappi og hefur meðal annars mætt heimsmeistaranum Floyd Mayweather. Paul og Majlak héldu til Íslands eftir að hafa dvalið í Þýskalandi um stund. Þeirra fyrsta stopp var Bláa lónið. „Ég veit að þetta er á bucket listanum hjá mörgum. Ég er spenntur og þarf klárlega að komast í bað,“ sagði Majlak við komuna í lónið. Majlak og Paul voru heillaðir af lóninu og kom kyrrðin þeim á óvart. Því næst var ferðinni heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinirnir voru ákaflega spenntir að fara á „eina typpasafnið í heiminum“ - Hið íslenska reðursafn. Safnið virtist standast væntingar og dáðust þeir að typpi búrhvals sem þar var að finna. Að heimsókninni lokinni fóru þeir á Bæjarins Bestu þar sem þeir gæddu sér á einni með öllu. „Við fórum frá því að skoða typpi, yfir í að borða þau,“ sagði Majlak. Í myndbandinu heimsækja þeir félagar einnig Skógafoss, Reynisfjöru og flugvélarflakið á Sólheimasandi. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni en heimsóknin til Íslands hefst á mínútu 08:57. Íslandsvinir Bláa lónið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Majlak heldur úti YouTube-rás þar sem hann birtir svokölluð vlog eða video-blog undir heitinu The Night Shift. Í nýjasta myndbandinu sýnir hann frá ferðalagi sínu og YouTube-stjörnunnar Logan Paul til Íslands. Paul er þekktastur fyrir vinsæla YouTube síðu sem hann hélt úti þar til YouTube skrúfaði fyrir auglýsingatekjur hans vegna umdeilds myndbands sem hann birti af líki. Paul stofnaði í kjölfarið hlaðvarpið Impaulsive. Þá hefur hann einnig vakið athygli sem hnefaleikakappi og hefur meðal annars mætt heimsmeistaranum Floyd Mayweather. Paul og Majlak héldu til Íslands eftir að hafa dvalið í Þýskalandi um stund. Þeirra fyrsta stopp var Bláa lónið. „Ég veit að þetta er á bucket listanum hjá mörgum. Ég er spenntur og þarf klárlega að komast í bað,“ sagði Majlak við komuna í lónið. Majlak og Paul voru heillaðir af lóninu og kom kyrrðin þeim á óvart. Því næst var ferðinni heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinirnir voru ákaflega spenntir að fara á „eina typpasafnið í heiminum“ - Hið íslenska reðursafn. Safnið virtist standast væntingar og dáðust þeir að typpi búrhvals sem þar var að finna. Að heimsókninni lokinni fóru þeir á Bæjarins Bestu þar sem þeir gæddu sér á einni með öllu. „Við fórum frá því að skoða typpi, yfir í að borða þau,“ sagði Majlak. Í myndbandinu heimsækja þeir félagar einnig Skógafoss, Reynisfjöru og flugvélarflakið á Sólheimasandi. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni en heimsóknin til Íslands hefst á mínútu 08:57.
Íslandsvinir Bláa lónið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul er á landinu Í gærkvöldi sást til samfélagsmiðlastjörnunnar og hnefaleikakappans Logan Paul spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, meðal annars á skemmtistaðnum Bankastræti club. 19. september 2021 23:44