Innlent

Þorgerður Katrín tekur upp hanskann fyrir Katrínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður áfram þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk tvo þingmenn inn í kjördæminu en Sigmar Guðmundsson náði inn sem jöfnunarþingmaður á lokasprettinum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður áfram þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk tvo þingmenn inn í kjördæminu en Sigmar Guðmundsson náði inn sem jöfnunarþingmaður á lokasprettinum. Vísir/Vilhelm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórn nema að gera kröfu um forsætisráðherrastólinn. Viðreisn bætti við sig einum þingmanni en Þorgerður Katrín virkaði ekkert sérstaklega ánægð með niðurstöðu flokksins á Sprengisandi í morgun.

„Það er ljóst að þessi ríkisstjórn heldur,“ sagði Þorgerður Katrín. Aðrir gestir á Sprengisandi í morgun töluðu á svipuðum nótum.

„Mitt mat er bara að Vinstri græn geta ekki farið í þessa ríkisstjórn nema Katrín verði áfram forsætisráðherra, það er nokkuð skýrt,“ sagði formaður Viðreisnar.

„Þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn sækir eða Sjálfstæðisflokkur sækir í að fá forsætisráðherrann.“

Klippa: Þorgerður Katrín tekur upp hanskann fyrir Katrínu

Hún bætti við að hún ætti ekki að vera að tala svona, en henni þætti bara svo vænt um Katrínu, og sagði:

„Mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Katrín og dró sína ályktun á fylgisaukningu Framsóknarflokksins sem bætti við sig fimm þingmönnum frá 2017.

„Miðflokkurinn er bara að fara heim. Það er kannski ekkert endilega sanngjart að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vinstri grænum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×