Lífið

Fjóreykið Bassi, Patrekur, Balti og Egill Helga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alvöru fjóreyki.
Alvöru fjóreyki. Vísir

Æðisstrákarnir Bassi og Patrekur voru í beinni útsendingu frá Ráðhúsi Reykjavíkur í kosningavöku Stöðvar 2 og voru ekki einu stjörnurnar á svæðinu, eins og þeir komust sjálfir að orði.

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason voru á svæðinu en ráðhúsið er kjörstaður beggja.

„Mér finnst þetta frekar rólegt, þangað til ég sá ykkur,“ sagði Baltasar.

Egill sagði Æðisstrákana lyfta stemmningunni upp í hæðir. Hann hefði farið í bað áður en hann mætti í Ráðhúsið og væri til í tuskið.

Klippa: Patti og Bassi með Baltasar og Agli HelgaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.