Ólíkar ríkisstjórnir í boði Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 15:29 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vonast til þess að ríkisstjórnin falli og ný stjórn jafnaðarmanna verði mynduð. Hann segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Veðurspáin fyrir kjördag leit ekki vel út fyrr í vikunni og Logi taldi ekki víst að hann kæmist norður á land. Því kaus hann utan kjörfundar fyrr í vikunni. Það rættist þó ekki úr veðurspám og Logi dreif sig norður þar sem hann greiddi aftur atkvæði í morgun. „Það var tilvalið að kjósa aftur, því mér finnst alltaf dálítið hátíðlegt að mæta á staðinn,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu. „Þetta er bara eins og dagurinn er búinn að vera hjá mér frá því ég var átján ára. Ég klæði mig upp, fer og kýs og heimsæki svo minn flokk í kosningakaffi.“ Sjá einnig: Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði Undir kvöld mun Logi stíga um borð í flugvél og fljúga aftur til Reykjavíkur. Þar verður hann með sínu fólki. Logi segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Hann segir meðlimi Samfylkingarinnar hafa gert eins og þau geta til að koma þeirra boðskap á framfæri og núna sé að sjá hvort það dugi til. „Ég er svona hóflega bjartsýnn. Mér fannst vera meðbyr með okkur. Auðvitað veit maður aldrei, þannig að nú er lítið annað að gera en að treysta á það að einhver innistæða sé fyrir þessu.“ Þá segir Logi að honum þyki kosningarnar spennandi. Það séu skírar línur. „Annaðhvort verður áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða ný stjórn með jafnaðarmönnum. Það verða töluvert ólíkar stjórnir.“ Logi segir hans helstu ósk að ríkisstjórnin falli, svo hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Akureyri Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Veðurspáin fyrir kjördag leit ekki vel út fyrr í vikunni og Logi taldi ekki víst að hann kæmist norður á land. Því kaus hann utan kjörfundar fyrr í vikunni. Það rættist þó ekki úr veðurspám og Logi dreif sig norður þar sem hann greiddi aftur atkvæði í morgun. „Það var tilvalið að kjósa aftur, því mér finnst alltaf dálítið hátíðlegt að mæta á staðinn,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu. „Þetta er bara eins og dagurinn er búinn að vera hjá mér frá því ég var átján ára. Ég klæði mig upp, fer og kýs og heimsæki svo minn flokk í kosningakaffi.“ Sjá einnig: Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði Undir kvöld mun Logi stíga um borð í flugvél og fljúga aftur til Reykjavíkur. Þar verður hann með sínu fólki. Logi segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Hann segir meðlimi Samfylkingarinnar hafa gert eins og þau geta til að koma þeirra boðskap á framfæri og núna sé að sjá hvort það dugi til. „Ég er svona hóflega bjartsýnn. Mér fannst vera meðbyr með okkur. Auðvitað veit maður aldrei, þannig að nú er lítið annað að gera en að treysta á það að einhver innistæða sé fyrir þessu.“ Þá segir Logi að honum þyki kosningarnar spennandi. Það séu skírar línur. „Annaðhvort verður áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða ný stjórn með jafnaðarmönnum. Það verða töluvert ólíkar stjórnir.“ Logi segir hans helstu ósk að ríkisstjórnin falli, svo hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn frá miðju til vinstri.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Akureyri Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira