Innlent

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Einarsson afhendir Finni Thorlacius bílablaðamanni nauðsynleg gögn áður en hann vippaði sér inn í kjörklefann.
Logi Einarsson afhendir Finni Thorlacius bílablaðamanni nauðsynleg gögn áður en hann vippaði sér inn í kjörklefann. Vísir/Vilhelm

Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Mikið hefur mætt á leiðtogum stjórnmálaflokkanna undanfarnar vikur og næst á dagskrá hjá leiðtogunum eru kappræður á Stöð 2 í kvöld, í opinni dagskrá að loknum kvöldfréttum.

Reikna má með því að flestir leiðtogar flokkanna greiði atkvæði á laugardaginn og ekki ólíklegt að ætla að Logi sé fyrstur leiðtoganna til að greiða atkvæði.

Logi er þingmaður í Norðausturkjördæmi og þyrfti því að greiða atkvæði norðan heiða um helgina væri hann ekki búinn að ganga frá sínum málum utan kjörfundar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.