Innlent

Gríðarlega bjartsýn fyrir daginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Berghildur

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er mjög bjartsýn en ber blendnar tilfinningar gagnvart kjördeginum. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og segist hún spennt fyrir niðurstöðunum í kvöld.

„Ég er gríðarlega bjartsýn,“ sagði Halldóra í samtali við fréttastofu þegar hún kaus í morgun.

Halldóra sagði að hún og maður hennar hefðu þurft að kjósa hvort í sínu lagi í dag, því litla barnið hennar væri að taka tennur og lítið hefði verið sofið í nótt.

Seinna í dag taka svo kosningavökurnar við, bæði á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu, en Halldóra segist búast við því að verja kvöldinu í sjónvarpsverum. Hverju hún muni klæðast sé alveg að koma í ljós.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×