„Ég er gríðarlega bjartsýn,“ sagði Halldóra í samtali við fréttastofu þegar hún kaus í morgun.
Halldóra sagði að hún og maður hennar hefðu þurft að kjósa hvort í sínu lagi í dag, því litla barnið hennar væri að taka tennur og lítið hefði verið sofið í nótt.
Seinna í dag taka svo kosningavökurnar við, bæði á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu, en Halldóra segist búast við því að verja kvöldinu í sjónvarpsverum. Hverju hún muni klæðast sé alveg að koma í ljós.