Framsókn í bókstaflegri framsókn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2021 18:50 Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt mikið milli tveggja kannana Maskínu fyrir Stöð 2. Vísir/Vilhelm Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00