Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 20:14 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson í leiðtogakappræðunum í kvöld. Leiðtogar flokkanna voru misánægðir með fylgið, en bjartsýn fyrir framhaldið fram að kjördag. Vísir/Vilhelm Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira