Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 20:00 Sumarliði Ásgeirsson er mikill áhugamaður um mat og krydd. Vísir/Sigurjón Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd. „Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Stykkishólmur Matur Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Stykkishólmur Matur Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent