Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 20:00 Sumarliði Ásgeirsson er mikill áhugamaður um mat og krydd. Vísir/Sigurjón Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd. „Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Stykkishólmur Matur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Stykkishólmur Matur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira