Íbúðalánasjóður þarf ekki að endurgreiða uppgreiðslugjald Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 11:46 Málinu er ekki lokið, segir Jónas Friðrik Jónsson lögmaður. Niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Íbúðalánasjóð af kröfum lántaka sem fór fram á endurgreiðslu uppgreiðslugjalds. Milljarðar voru í húfi fyrir íslenska ríkið. Lögmaður lántakans segir dóminn hafa komið sér á óvart og hyggst áfrýja. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í tveimur málum í fyrra að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. Málunum tveimur var áfrýjað og fengu þau bæði flýtimeðferð í Hæstarétti. Hæstiréttur sýknaði sjóðinn í öðru málinu en ómerkti hitt og vísaði því til meðferðar í héraði á nýjan leik. Dómur í því máli var kveðinn upp í gær, þar sem Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfum um endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunar en hefði hann farið á annan veg hefði það kostað ríkissjóð milljarða. Lántakarnir byggðu mál sitt meðal annars á því að uppgreiðslugjaldið félli undir lántökukostnað. Dómurinn hafnaði því hins vegar enda feli það ekki í sér kostnað við að taka lán, lántökukostnað, að greiða uppgreiðsluþóknun til að ljúka greiðslu láns fyrr en samningur aðila gerir ráð fyrir og þá sérstaklega í tilviki sem þessu, þar sem lántaki afsalar sér heimild til uppgreiðslu. Lögbrot sem hafi engar afleiðingar í för með sér Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður stefnanda, furðar sig á niðurstöðunni. „Það sem kemur á óvart er það að þegar Íbúðalánasjóður brýtur gegn lögum um neytendalán, með því að hafa ekki ákvæði í lánasamningi um það hvernig uppgreiðslugjald skuli reiknað út, að það uppgreiðslugjald sem er í formi vaxtaafleiðu – að þá hafi slíkt lögbrot engar afleiðingar fyrir sjóðinn,” segir hann. Þá komi það enn meira á óvart að sjá hversu miklar kröfur séu lagðar á herðar neytenda um öflun upplýsinga, en í málinu bentu lántakendur á að hafa ekki fengið neitt kynningarefni um uppgreiðsluþóknun sjóðsins. Málinu ekki lokið Dómurinn mat það hins vegar sem svo að þó það sé ósannað að þeim hafi verið kynntar þessar upplýsingar þá liggi það fyrir að þeim hafi í fjórgang gefist tilefni til að kynna sér upplýsingarnar rafrænt á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. „Lögbundin upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um neytendalán og almennar kröfur til lánastofnana um vönduð vinnubrögð eru að mínu mati meðhöndluð þarna með léttvægum hætti. Og dómurinn gerir í raun meiri kröfur til neytenda um öflun þekkingar en kröfur til lánastofnana um veitingu upplýsinga um samningsskilmála og fjárhagslegt umfang lánaskuldbindinga,” segir Jónas, og bætir við að málinu verði áfrýjað. „Það verður látið reyna á það hvort íslenskir neytendur njóti ekki meiri verndar en þessi niðurstaða gefur til kynna.” Dómurinn í heild. Tengdar fréttir Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. 28. maí 2021 19:15 „Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. 27. maí 2021 16:21 Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í tveimur málum í fyrra að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. Málunum tveimur var áfrýjað og fengu þau bæði flýtimeðferð í Hæstarétti. Hæstiréttur sýknaði sjóðinn í öðru málinu en ómerkti hitt og vísaði því til meðferðar í héraði á nýjan leik. Dómur í því máli var kveðinn upp í gær, þar sem Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfum um endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunar en hefði hann farið á annan veg hefði það kostað ríkissjóð milljarða. Lántakarnir byggðu mál sitt meðal annars á því að uppgreiðslugjaldið félli undir lántökukostnað. Dómurinn hafnaði því hins vegar enda feli það ekki í sér kostnað við að taka lán, lántökukostnað, að greiða uppgreiðsluþóknun til að ljúka greiðslu láns fyrr en samningur aðila gerir ráð fyrir og þá sérstaklega í tilviki sem þessu, þar sem lántaki afsalar sér heimild til uppgreiðslu. Lögbrot sem hafi engar afleiðingar í för með sér Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður stefnanda, furðar sig á niðurstöðunni. „Það sem kemur á óvart er það að þegar Íbúðalánasjóður brýtur gegn lögum um neytendalán, með því að hafa ekki ákvæði í lánasamningi um það hvernig uppgreiðslugjald skuli reiknað út, að það uppgreiðslugjald sem er í formi vaxtaafleiðu – að þá hafi slíkt lögbrot engar afleiðingar fyrir sjóðinn,” segir hann. Þá komi það enn meira á óvart að sjá hversu miklar kröfur séu lagðar á herðar neytenda um öflun upplýsinga, en í málinu bentu lántakendur á að hafa ekki fengið neitt kynningarefni um uppgreiðsluþóknun sjóðsins. Málinu ekki lokið Dómurinn mat það hins vegar sem svo að þó það sé ósannað að þeim hafi verið kynntar þessar upplýsingar þá liggi það fyrir að þeim hafi í fjórgang gefist tilefni til að kynna sér upplýsingarnar rafrænt á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. „Lögbundin upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um neytendalán og almennar kröfur til lánastofnana um vönduð vinnubrögð eru að mínu mati meðhöndluð þarna með léttvægum hætti. Og dómurinn gerir í raun meiri kröfur til neytenda um öflun þekkingar en kröfur til lánastofnana um veitingu upplýsinga um samningsskilmála og fjárhagslegt umfang lánaskuldbindinga,” segir Jónas, og bætir við að málinu verði áfrýjað. „Það verður látið reyna á það hvort íslenskir neytendur njóti ekki meiri verndar en þessi niðurstaða gefur til kynna.” Dómurinn í heild.
Tengdar fréttir Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. 28. maí 2021 19:15 „Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. 27. maí 2021 16:21 Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. 28. maí 2021 19:15
„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. 27. maí 2021 16:21
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent