Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2021 08:47 Ekki er til neinn alþjóðlegur staðall fyrir papparörin, segir Herdís Storgaard sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna. Getty „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31