Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir Hollandsleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson stýrir landsliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik annað kvöld.
Þorsteinn Halldórsson stýrir landsliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik annað kvöld. vísir/Hulda Margrét

Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023.

Þorsteinn Halldórsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sátu fyrir svörum á fundinum sem hófst klukkan 12:00. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir Hollandsleikinn

Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Hollenska landsliðið er ógnarsterkt en það varð Evrópumeistari 2017 og lenti í 2. sæti á HM 2019. Í sumar komust Hollendingar í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Ísland og Holland hafa tíu sinnum mæst. Íslendingar hafa unnið sex leiki, Hollendingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×