Innlent

Steingrímur, Sigríður Andersen og Jón Þór tókust á í Pallborðinu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Skjáirnir úr útsendingarstjórn. Steingrímur, Sigríður og Jón Þór rýna í pólitíkina í Pallborðinu.
Skjáirnir úr útsendingarstjórn. Steingrímur, Sigríður og Jón Þór rýna í pólitíkina í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm

Einungis fimm dagar eru til kosninga og í Pallborðinu í dag var farið yfir kosningabaráttuna, liðið kjörtímabil og það sem við tekur. Farið var yfir spennandi stöðu með þremur þingmönnum sem eru að kveðja Alþingi.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata mættust í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Fáir búa yfir betri innsýn en Steingrímur sem er reynslumesti þingmaður Alþingis og hefur setið á þingi frá árinu 1983 eða í þrjátíu og átta ár. Af mörgu er af taka á stjórnmálaferlinum þar sem hann hefur meðal annars gegnt embætti fjármálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og nú síðast forseta Alþingis.

Sigríður Á Andersen á að baki stormasamt kjörtímabil sem hún hóf sem dómsmálaráðherra en lauk sem almennur þingmaður eftir að hafa sagt af sér í kjölfar Landsréttarmálsins árið 2019. Hún stefndi á áframhaldandi þingsetu en lenti í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og situr nú í heiðurssæti flokksins í Reykjavík Norður – með engan möguleika á þingsæti.

Alþingiskosningar fara fram þann 25. september, eða eftir fimm daga.Vísir/Vilhelm

Jón Þór Ólafsson náði fyrst kjöri á Alþingi árið 2013 þegar Píratar buðu fram í fyrsta sinn. Hann hætti á þingi árið 2015 en var kjörinn á ný ári síðar. Í upphafi ársins ákvað Jón Þór í annað sinn að kveðja stjórnmálin og gaf því ekki kost á sér í prófkjöri flokksins að þessu sinni. Hann hefur verið formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis síðan í fyrra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.