Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 13:07 Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biður fólk um að virða merkingar. Vísir/Vilhelm Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira