Lífið

Innlit til Bjargar: Hitaklefi á pínulitlum svölum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Björg féll fyrir infrarauðum saunum í Póllandi og ákvað að kaupa sinn eigin klefa.
Björg féll fyrir infrarauðum saunum í Póllandi og ákvað að kaupa sinn eigin klefa. Stöð 2

Fatahönnuðurinn Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er ein af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Björg fer yfirleitt ótroðnar slóðir enda hefur hún iðulega slegið í gegn með hönnun sinni.

Á litlum svölum heima hjá henni og manni hennar Finnboga Kristjánssyni hefur hún komið fyrir sauna eða hitaklefa úti, þannig að þar getur hún náð úr sér streitu og bólgum í líkamanum og setið og unnið úti á svölunum í hita og notalegheitum í öllum veðrum. Hún segist vera komin með auka vinnustofu út á svalirnar. 

„Þetta er infrarauður klefi. Ég kynnist honum í Póllandi því ég fór marg oft í detox til Jónínu Ben. Mér finnst gott að líkja þessu við örbylgjuofn, þetta svona hitar mann að innan og þetta er mjög gott. Þetta er bólgueyðandi, notalegt og ég veit að þetta er að gera mér gott.“

Vala Matt fór og skoðaði þennan töffaralega saunaklefa á svölunum hjá Björgu og í leiðinni kíkti hún á nokkrar skemmtilegar lausnir í íbúð þeirra hjóna. Þar á meðal sérkennilega blómapotta á hinum svölum íbúðarinnar. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ísland í dag - Björg með saunaklefa á pínulitlum svölumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.