Innlent

Pure North Re­cycling hlaut Blá­skelina

Þorgils Jónsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Berki Smára Kristinssyni, rannsóknar- og þróunarstjóra Pure North, Bláskelina. 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Berki Smára Kristinssyni, rannsóknar- og þróunarstjóra Pure North, Bláskelina. 

Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Berki Smára Kristinssyni, rannsóknar- og þróunarstjóra Pure North, verðlaunin á málþingi Plastlauss septembers.

Þetta var í þriðja sinn sem þessi viðurkenning var veitt en í frétt á vef ráðuneytisins segir að Pure North Recycling fáist við endurvinnslu plasts og að starfsemi fyrirtækisins sé knúin með jarðvarma. Fyrirtækið fullnýti glatorku við bæði þvott og þurrk á hráefninu og dragi þannig úr kolefnisspori endurvinnslunnar um 80%, miðað við sambærilega vinnslu í Evrópu.

Pure North Recycling á m.a. í samstarfi við bændur um að endurvinna heyrúlluplast framleiða úr því nýjar vörur, t.d. girðingarstaura.

Sautján aðrar tilnefningar til Bláskeljarinnar bárust og valdi dómnefnd þrjá aðila í úrslit, en það voru Bambahús, Hemp Pack og Te & Kaffi.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2019, þegar brugghúsið Segull 67 hlaut þau fyrir bjórkippuhringi úr lífrænum efnum, en í fyrra hlaut Matarbúðin Nándin Bláskelina fyrir að stuðla að sjálfbæru matvælakerfi með hringrás fyrir glerumbúðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.