Innlent

Tveggja ára barn á gjörgæslu með Covid-19

Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Frá gjörgæsludeild Landspítala þar sem Covid-sjúklingum er sinnt.
Frá gjörgæsludeild Landspítala þar sem Covid-sjúklingum er sinnt. Vísir/EinarÁ

Tvö börn liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Tveggja ára barn er á gjörgæslu og unglingsdrengur á Covid-göngudeild en bæði lögðust inn á spítalann í gær.

Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir um algjöra tilviljun að ræða að tvö börn hafi lagst inn á spítalann í gær.

„Við höfum beðið eftir innlögn á Barnaspítalann af völdum Covid, því það hefur verið reynslan annars staðar. Svo vildi þannig til að það lögðust inn tvö börn sama daginn. Það er bara um tilviljun að ræða,“ segir Valtýr.

Tveggja ára barnið er ekki í öndunarvél. Valtýr segir ráðgert að barnið komi inn á almenna deild í dag.

„Það er mjög skiljanlegt að hafa áhyggjur af börnunum sínum í kringum Covid. Ég hef sagt áður að þetta er sýking sem þarf að bera virðingu fyrir. Hins vegar er það þannig að í langflestum tilfellum er þetta mjög mildur og vægur sjúkdómur hjá börnum. Í raun og veru er engin ástæða til að vera óttaslegin yfir því.“

Valtýr segir að börnum og fjölskyldum þeirra verði fylgt í gegnum þessi veikindi hér eftir sem áður fyrr. 

Þá nefnir hann að Delta-afbrigði veirunnar virðist ekki leggjast sérstaklega verr á börn en önnur afbrigði. Einkenni vari örlítið lengur en annars sé ekki að merkja mun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.