Nýjar takmarkanir fá misjafnar viðtökur: Menntskælingar í skýjunum en hárgreiðslumenn brjálaðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 19:27 Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll. Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira