Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólarhringa „standandi partí“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 18:26 Unnur er þakklát fyrir hversu margir deildu auglýsingunni áfram. Þjóðleikhúsið Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu. „Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira