Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólarhringa „standandi partí“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 18:26 Unnur er þakklát fyrir hversu margir deildu auglýsingunni áfram. Þjóðleikhúsið Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu. „Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira