Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2021 21:38 Kristjón Daðason er ánægður með lífið í Stykkishólmi. Vísir. Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“ Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“
Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira