Innlent

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hinsegin og alls konar á Alþingi!
Hinsegin og alls konar á Alþingi!

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

„Við viljum vita hvort þau eru tilbúin að setja málefni okkar á oddinn og taka undir markmið Samtakanna '78 um að vera efst á Regnbogakortinu að fimm árum liðnum,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna, um þau málefni sem brenna á hinsegin fólki.

„Berjast gegn hatursorðræðu og hatursglæpum af krafti, og setja lög um hatursglæpi, bæta lagalega vernd hinsegin hælisleitenda, fullfjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk og svo framvegis,“ bætir hún við.

Eftirfarandi hafa staðfest þátttöku sína: Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins, Brynja Dan og Aðalsteinn Sverrisson fyrir Framsóknarflokkinn, Magnús Guðbergsson fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn, Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir fyrir Miðflokkinn, Andrés Ingi Jónsson fyrir Pírata, Inga Björg Margrétar Bjarnadóttir fyrir Samfylkinguna, Diljá Mist Einarsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Agni Freyr Arnarson Kuzminov fyrir Sósíalistaflokkinn, Hanna Katrín Friðriksson fyrir Viðreisn og Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn.

Fundurinn hefst klukkan 17 og verður sýndur í beinni hér fyrir neðan.

Uppfært: 

Því miður er ekki hægt að deila fundinum en hann má finna hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.