Innlent

Rennsli fer enn minnkandi við Sveins­­tind

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum. Vísir/Egill

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli er í rénun við Sveinstind og við Eldvatn og hélt áfram að draga úr í nótt.

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir rennsli í Skaftá hafa enn farið minnkandi við Sveinstind og sé nú um 600 rúmmetrar á sekúndu. Þá fari rennsli einnig lækkandi við Eldvatn og sé nú komið í 450 rúmmetra á sekúndu.

„Rennslið fór hæst í 606 rúmmetra á sekúndu þar, klukkan þrjú aðfararnótt gærdagsins,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.

Böðvar segir ennfremur að rennslið hafi verið nokkuð jafnt við Kirkjubæjarklaustur. „Það fór aldrei neitt sérstaklega hátt þar. Þetta fór mest niður í Eldvatn. En það má ennþá búast við að það komi fram á láglendi,“ segir Böðvar.


Tengdar fréttir

Bíða þess að hlaupið nái há­marki við Þjóð­veginn

Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.