Innlent

Sex tilkynningar um alvarleg atvik hjá 12 til 17 ára í kjölfar bólusetningar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Börn bólusett í Laugardalshöll.
Börn bólusett í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Lyfjastofnun hafa borist sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar 12 til 17 ára barna gegn Covid-19, þar af þrjár vegna sjúkrahúsvistar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar segir að þeir þrír sem lagðir voru inn á sjúkrahús hafi ekki verið í lífshættu en í hinum þremur tilvikunum hafi reynst þörf á ítarlegum læknisskoðunum og rannsóknum.

„Þessir sex einstaklingar sem umræddar tilkynningar varða voru ekki með þekktan undirliggjandi sjúkdóm þegar grunur um aukaverkun í kjölfar bólusetningar vaknaði,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Í öllum tilvikum nema einu var einstaklingum batnað eða á batavegi þegar tilkynning barst. Ekki hafa borist viðbótarupplýsingar fyrir sjöttu tilkynninguna að svo stöddu.“

Þess ber að geta að ekki er vitað hvort um orsakasamband er að ræða milli umræddra atvika og bólusetningarinnar gegn Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×