Fótbolti

Twitter horfði á spaugi­legar hliðar lífsins: „Hvernig er mál­tækið aftur? Werner besta sóknin?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timo Werner fór illa með fjölda færa í kvöld en skoraði á endanum það sem reyndist síðasta mark Þýskalands í 4-0 sigri.
Timo Werner fór illa með fjölda færa í kvöld en skoraði á endanum það sem reyndist síðasta mark Þýskalands í 4-0 sigri. Alex Grimm/Getty Images

Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr.

Það gekk mikið á fyrir leik en leikurinn í kvöld var sýndur í 160 löndum um heim allan. Þá voru Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason heiðraðir þar sem þeir léku sinn 100. landsleik gegn Norður-Makedóníu á dögunum.

Ísland fékk á sig mark snemma leiks þegar Serge Gnabry renndi sendingu Leroy Sané í netið.

Antonio Rüdiger tvöfaldaði forystuna um miðbik fyrri hálfleiks.

Jóhann Berg Guðmundsson átti þrumuskot í stöngina. Leroy Sané kom Þýskalandi í 3-0 skömmu síðar.

Timo Werner brenndi af fjölda færa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×