Innlent

Bein út­sending: Pall­borðs­um­ræður ASÍ með for­ystu­mönnum flokkanna

Atli Ísleifsson skrifar
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/vilhelm

Alþýðusamband Íslands stendur fyrir pallborðsumræðum í dag þar sem rætt verður við forystufólk þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi kosningum til Alþingis.

Umræðurnar fara fram á Hótel Hilton Nordica og hefjast klukkan 11.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að sérstaklega verði til umfjöllunar þau helstu áherslumál sem varða íslenskt launafólk.

Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður og umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni, mun stýra umræðunum sem fylgjast má með í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×