Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 21:20 Guðbrandur hefur tvöfalda ástæðu til þess að fagna. Aðsend/Vilhelm Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan. Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00