Vill efla frekar samstarf Norðurlanda í öryggis- og utanríkismálum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 16:05 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittust á fjarfundi í gær þar sem margvísleg málefni bar á góma. Þau sjást hér á fundi í Borgarnesi árið 2019. Guðlaugur Þór Guðlaugsson utanríkisráðherra undirstrikaði á fjarfundi með norrænum kollegum sínum í gær mikilvægi þess að fylgja eftir tillögum um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Þar vísar Guðlaugur í óháða skýrslu sem Björn Bjarnason vann fyrir ráðherrana og skilaði á síðasta ári. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins er eftirfarandi haft eftir ráðherra: „Við höfum nú í sameiningu skilgreint og forgangsraðað málum sem við erum sammála um að vinna að með virkum hætti. Nú þurfum við að bretta upp ermar og stíga næstu skref í framkvæmd þessara tillagna,“ sagði Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í málefnum Afganistans og hve mikilvægt samstarf Norðurlandanna væri á sviði borgaraþjónustu. Þau sammæltust um áframhaldandi samvinnu í þeim efnum. „Samvinna okkar við þessar nánustu vinaþjóðir okkar er og verður kjarninn í okkar alþjóðasamstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál Norðurlandanna á komandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, þar sem Noregur á sæti um þessar mundir, sem og málefni Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), þar sem Svíar eru nú í formennsku. Auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í fundinum þau Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09 Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þar vísar Guðlaugur í óháða skýrslu sem Björn Bjarnason vann fyrir ráðherrana og skilaði á síðasta ári. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins er eftirfarandi haft eftir ráðherra: „Við höfum nú í sameiningu skilgreint og forgangsraðað málum sem við erum sammála um að vinna að með virkum hætti. Nú þurfum við að bretta upp ermar og stíga næstu skref í framkvæmd þessara tillagna,“ sagði Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í málefnum Afganistans og hve mikilvægt samstarf Norðurlandanna væri á sviði borgaraþjónustu. Þau sammæltust um áframhaldandi samvinnu í þeim efnum. „Samvinna okkar við þessar nánustu vinaþjóðir okkar er og verður kjarninn í okkar alþjóðasamstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál Norðurlandanna á komandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, þar sem Noregur á sæti um þessar mundir, sem og málefni Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), þar sem Svíar eru nú í formennsku. Auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í fundinum þau Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09 Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09
Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11