Veður

Hiti að fimm­tán stigum og ró­legt veður í kortunum næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Óðinstorg í Reykjavík.
Óðinstorg í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Rólegt veður er í kortunum næstu daga, með fremur hægum vindi, suðvestlægri eða breytilegri átt og lítilli úrkomu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði áfram fremur milt í veðri með hámarkshita í kringum fimmtán stig á Austurlandi. Annars staðar verði hiti á bilinu átta til fimmtán stig.

Í lok vikunnar og um helgina nái að kólna, einkum fyrir norðan þar sem möguleiki verði á næturfrosti aðfaranótt sunnudags.

„Kalda loftið mun líklega hafa stutta viðkomu því útlit er fyrir að djúp lægð muni sopa því í burt á sunnudag með rigningu og hlýindum ef að líkum lætur.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 5-13 m/s, hvassast NV-til. Smáskúrir á víð og dreif, en þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 9 til 14 stig, hlýjast austanlands.

Á fimmtudag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum en þurrt, en lengst af bjart fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Suðvestan 3-8 og dálitlir skúrir á vestanverðu landinu, en þurrt fyrir austan og bjart fram eftir degi. Kólnar heldur NV-til á landinu.

Á laugardag: Vestan og norðvestan 3-10. Skýjað með köflum N-til og lítilsháttar væta á annesjum, en víða léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður, einkum fyrir norðan.

Á sunnudag: Gengur í stífa suðaustanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hlýnandi.

Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu, en þurrt að mestu NA-til. Milt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.