Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 07:31 Trent Alexander-Arnold í gær. Marc Atkins/Getty Images England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira