Innlent

Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
RAX flaug yfir sigketilinn vestari á fimmtudaginn. 
RAX flaug yfir sigketilinn vestari á fimmtudaginn.  Vísir/RAX

Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Fram kom á vef Veðurstofunnar síðdegis í gær að miðað við framgang hlaupsins og fyrri hlaup úr vestari katlinum mætti gera ráð fyrir að hlaupvatn yrði áfram í Skaftá næstu daga og rennslistölur háar miðað við árstíma.

Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, flaug yfir Skaftárjökul á fimmtudag og tók þessar myndir og myndbönd af sigkatlinum vestari í Skaftárjökli og rennslinu í ánni.

Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX

Þá myndaði RAX sömuleiðis rennslið í Skaftánni úr lofti.

Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti.Vísir/RAX

Tengdar fréttir

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.