Lífið

Odd­vitar smakka kosninga­sam­lokur: „Hvað er þetta sem er á þessu?“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sérstakir kosningaþættir fara fram á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum.
Sérstakir kosningaþættir fara fram á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum. vísir

Ef formenn flokkanna væru samlokur væru þeir líklega þessar sem sjást í myndbandinu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Víðir Hólm fór yfir stóru málin og bauð oddvitum í mat.

Víðir Hólm Ólafsson hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann býr til samlokur innblásnar af formönnum flokkanna, svokallaðar kosningalokur. Við fengum Víði til þess að búa til tvær samlokur og buðum oddvitum í mat.

Við leyfum myndbandinu að tala sínu máli. Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Unga fólkið - Kosningalokur

Hægt er að fylgjast með Víði Hólm á Instagram og TikTok. Á næstu dögum birtir hann samlokur í anda formanna Viðreisnar, Vinstri grænna og Flokks fólksins.

Vísir mun skemmta sér með fólkinu sem keppist um þingsætin í sérstökum kosningaþáttum sem birtast hér á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.