Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 19:10 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af. Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af.
Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira