„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 11:23 Iceland Airwaves hefur iðulega verið vel sótt og lífgað upp á borgina. Svo verður ekki í ár. Vísir/andri marinó Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. „Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira