Innlent

Ráðherra kannast ekki við vandamál hjá Brjóstamiðstöðinni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ráðherra sagðist myndu kalla eftir upplýsingum um málið.
Ráðherra sagðist myndu kalla eftir upplýsingum um málið.

Svandís Svavarsdóttir segist ekki hafa haft upplýsingar um að 1.400 konur bíði nú niðurstaða eftir brjóstamyndatöku í ágústmánuði. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mættu 280 af þeim konum í myndatöku vegna einkenna.

Þessar konur áttu, samkvæmt evrópskum gæðastöðlum, að fá svör innan fimm virkra daga en engar myndir voru lesnar í ágústmánuði þar sem röntgenlæknar Brjóstamiðstöðvarinnar sögðu upp störfum í sumar.

Ástæðan var óánægja þeirra með það hvernig staðið var að gæðamálum hjá Brjóstamiðstöðinni en Landspítalinn hefur nú gert samning við danskt fyrirtæki um að sjá um myndgreiningar.

„Ja, ég veit það ekki,“ sagði ráðherra í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þegar borin var undir hana sú staðhæfing Landspítala að Brjóstamiðstöðin væri ekki til sem rekstrareining.

„Ég allavegna fór í heimsókn þarna í Brjóstamiðstöð, þannig að hún var þá starfandi og ég heyri að það sé verið að kalla inn konur og svo framvegis. Ég hef ekki séð neitt um þetta umfram það sem kemur fram í þessari frétt. Þannig að ég get ekki tjáð mig um það.“

Þá var hún spurð að því hvort hún hefði haft veður af kvörtunum læknanna og hvort málið hefði komið inn á hennar borð.

„Nei, ég bara get ekki tjáð mig um þetta. Ég hef engar upplýsingar um þetta mál og bara kalla eftir þeim.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×